6.4.2009 | 13:42
Bankarnir eiga einfaldlega ekki pening!!!!!
Það er held ég sorgleg staðreynd að eftir bankahrun er einfaldlega ekki til peningur í kerfinu. Það hvergi hef ég séð niðurstöður álagsprófs á nýju bankana sem ég því miður efast um að þeir mundu standast.
Undanfarið hefur verið kallað eftir stýrivaxtalækkun en ég spyr ef bankastofnanir hafa ekki fjármagn til útlána á annað borð hvaða máli skipta þá stýrivextir í landinu: Ef banki getur ekki lánað mér á okurvöxtum vegna þess að hann á ekki lausafé til þess hvaða líkur eru þá til þess að hann geti það á lægri vöxtum.
Nú er ég í þeirri stöðu að vera íbúðareigandi og námsmaður sem sagt ég borga af einu láninu með öðru og á svo rest til framfærslu lín lánar mér m 70 þús á mánuði í framfærslu og af þeim pening þarf ég að borga af sí hækkandi íbúðarláni undanfarin ár hef ég svo fengið yfirdrátt seinnihluta vetrar til að brúa bilið. Nú stendur svoleiðis á að ég verð að væla út krónur um hver mánaðarmót til að geta borgað reikninga. Hér fyrir ári síðan þurfti maður að passa sig því bankinn vildi lána mér miklu meira en ég þurfti. Einhvernvegin skín það í gegn að bankinn á bara ekki peninga til að lána út.
Ég held að þessir stýrivextir sem við búum við núna séu bara til að minnka eftirspurn eftir lánsfé því ef vextir lækka og eftirspurn eftir lánsfjármagni eykst held ég að sá skelfilegi sannleikur eigi eftir að koma í ljós að það eru einfaldlega ekki til peningar í kerfinu til að lána út.
Svo það að Kaupþing kveinki sér við að borga út innistæður gamla SPRON kemur mér síst á óvart. Eins og ég segi það er einfaldlega ekki til peningur í kerfinu til að borga þetta út. Fjármagnið sem Kaupþing fékk þegar það yfirtók SPRON er bundið í útlánum og eignum sem eru ill seljanlegar og þar af leiðandi ekki hlaupið að því að borga nýjum eiganda vörumerkisins peningana út Það mundi setja Kaupþing aftur á hliðina.
Kaupin ganga vonandi eftir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Árni Þór Steinarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.