6.4.2009 | 00:57
Versti glæpur sem hægt er að drýgja
Þegar maður les svona fréttir fer maður ósjálfrátt að hugsa hvaða dóm fá menn fyrir glæpi eins og morð, barnaníð, nauðgun, alvarlega líkamsárás. Er réttarkerfi múslíma á allt á haus eða erum við að tala um ævilangt fangelsi eða jafn vel að menn séu grýttir til bana fyrir framan greinda glæpi maður svona spyr sig.
Rekur reyndar minni til að hafa séð franskt fréttaskýringarmyndaband frá Íran þar sem barnaníðingur var stjaksettur. Maður svona fer að spyrja sig hvort það sé refsiramminn almennt í múslímaríkjum, 7 ára fangelsi fyrir makaskipti, stjaksetning fyrir barnaníð.
Verð hinsvegar að taka það fram að mer finnst stjaksetning barnaníðinga fremur hæfileg refsing en þessi samtals 10 ára fangelsisdómur fyrir tilraun til makaskipta.
Mikil óskapleg lukka er það samt að geta sagt það sem manni finnst, trúað því sem maður vill, og ja stundað makaskipti ef maður er á þeim buxunum. Held að fréttamenn ættu að fara að leita sérstaklega uppi svona horror fréttir utan úr heimi því það er mín skoðun að ein besta leiðin til að láta landanum líða betur með sitt er að sýna honum fram á að aðrir hafi það miklu verra. Þannig virkar bara íslenska þjóðarsálin svo go mbl!
Sjö ára fangelsi fyrir skipti á eiginkonum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Árni Þór Steinarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, segðu. Mikið er gott að hafa fæðst í þjóðfélag sem umber margt...
Sigurjón, 6.4.2009 kl. 01:05
Mikil held ég að huggunin yrði fólkinu þarna sem egypskt réttarkerfi er að níðast á (fyrir utan misþyrmingarnar sem það vafalaust hefur mátt þola fram að þessu í fangelsinu), að fá að lesa þetta innantóma, smekklausa og heimskulega bloggblaður þitt. Fjölmiðlar, endilega birtið fleiri fréttir af mannréttindabrotum og dómsmorðum úr múslímskum fasistaríkjum svo Árni Þór, íslenskur háskólanemi og bloggari, geti smjattað á þeim, röflað um þær og notað þær til að sætta sig við kreppuna á Íslandi.
ábs (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 02:00
Æjæj, var nú komið illa við kaunann á einhverjum. Hvernig vogum við óspjallaðir Íslendingar okkur að gantast með mannréttindabrot og misþyrmingar vesalings þriðjaheimsins...
Isspiss, ég gef nú ekki mikið fyrir svona aumingjadýrkun og hræsni. Fyrir mitt leiti hlæ ég mig máttlausan af þessum hellisbúum og hálfmönnum í ósiðmenntuðum heimum sem fangelsa fólk fyrir frygðarlotur. Ef þetta fólk hafði á annað borð aðgang að interneti þá hafði það nógu mikla vitneskju um umheiminn til að taka sitt hafurtask og hundskast í burtu frá þessari rottuholu sem heimaland þeirra er. Verði þeim að góðu.
Ég tek fyllilega undir það með höfundi þessa bloggs að birta ætti fleiri svona fréttir, helst undir sérstökum dálki sem nefnist "erlent gamanmál"
Sindri (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 02:31
ábs alveg úti á þekju hér - Þessar pælingar Árna Þórs hér að ofan eru bara ágæt og létt pæling um refsiramma og siðareglur annarsvegar og þjóðarsálina hinsvegar sem leitar logandi ljósum núna að deyfilyfi.
btw - Horfa á Silfur Egils í dag, 6. apríl!
Út með glæpasamtökin IMF - AGS. Segi það enn og aftur, þvílíkt þarfleysi. Menn eru hér staurblindir að ganga í gildruna.
Rúnar Þór Þórarinsson, 6.4.2009 kl. 02:36
Ja einhvern tíman var það nú talinn dygð að vera þakklátur fyrir það sem maður hefur og ef það þarf svona fréttir til að fólk átti sig á hvað við höfum það þó gott og að þau réttindi sem við þó búum við eru ekki sjálfsögð finnst mer það bara gott mál. Þessi frétt á mbl hins vegar dregur saman það sem er að fréttamennsku í dag, það er ekki verið að fjallað um mannréttinda brot heldur er þarna lúmskt verið að gera grín.
Það dynja á manni fréttir allan daginn alla daga af drukknum mæðrum í Ástralíu sem gefa brjóst undir stýri. Dómum yfir fólki sem vegna kynhneigðar og eða kynlífsathafna kemst í kast við lögin en þá þarf sagan á bak við það líka að vera krassandi. Mer finnst alltaf undir tónninn í þessum fréttum vera svartur húmor eða jesús kristur hvað fólk getur verið klikkað. Kynlíf og hneyklsun selja og fréttamiðlar notfæra sér þetta grimt. Fréttin er einganvegin að kveikja hjá mer neista til að mótmæla eða ganga til lið við amnesty sem mér finnast annars vera hin bestu samtök. Fréttamenn og fjölmiðlar eru bara löngu hættir að hafa metnað eða nennu til að kokka vandaðar fréttir sem skrifaðar eru af ástríðu ofan í landann þetta er meir og minna þýðingarvinna af erlendum slúðurvefjum.
Múslimskt Fasistaríki ?
Reyndar er alveg örugglega hægt að finna jafn fáranlega eða verri dóma í henni ameríku þar virðast manni dómar fara eftir skapi og hugarástandi dómara hverju sinni. Ég held sumir ættu að tala varlega áður en menn dæma Egyptaland múslimskt fasistaríki hvað eru bandaríkin þá "kristið fasistaríki" er kúgun og valdbeiting yfirvalda skárri á vesturlöndum. Mer finnst fasistmi bara ekki rétta orðið yfir stjórnar stefnu sem þessa. Það að trúarleg gildi skili sér í lög er ekkert einsdæmi í múslimskum löndum. Þar er kanski tengingin skýrust en erum við blind á það þegar kemur að okkur, þegar lögin endurspegla okkar kristilegu gildi þá finns okkur allt í lagi eða hvað? Lög hvers ríkis hljóta að endurspegla rættlætisvitund þeirrar þjóðar sem semur lögin og eru það þá ekki fordómar hjá okkur að fordæma lög sem sett eru eftir réttlætisvitund annars mennignar heims sem við höfum kanski lítin sem engan skilning á.
Svona að lokum þykir mér afskaplega gaman að fá komment, skammir og svívirðingar jafnvel. Það er samt ekkert verra að reyna að vera smá málefnaleg
Árni Þór Steinarsson, 6.4.2009 kl. 02:57
það hlaut að koma að því að ég yrði sammála þessum shariaógeðsköllum um eitthvað hehehe, smá grín. Aumingja fólkið, þau eru í sömu sporum og samkynhneygðir sem gómast þarna í Egyptalandi og víðar um hinn múhammeðska heim. Svona var Ísland líka undir stóradómi, nema þar fékkstu nokkra sénsa...
halkatla, 6.4.2009 kl. 09:05
Ekki veit ég hvað ábs er að ýfa á sér kambinn yfir, það er auðvitað eins og árni þór segir, ekki verið að upplýsa mann um ranglæti þessa heims heldur einmitt verið að gera grín af þessum dómi. Menn gætu frekar hneykslast yfir færslu Sindra sem ber vott um litla umbyrðarlyndi og fordóma, en ætli hann hafi ekki bara verið að grínast líka. Vonandi fyrir hann. Auðvitað er þetta óréttlát gagnvart þessu aumingja fólki sem engan vildi skaða heldur einfaldlega krydda aðeins uppá hjónabandið en þurfum við að taka ófarir annara alltaf svona inn á okkur? Það er gott að vera minntur á öðru hvoru hvað við höfum gott og búum við mikið umbyrðalindi þótt umbyrðarlindið mætti vera minna á köflum.
Vala (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 16:32
Þarna kom eitthvað þarft fyrir Femínista, Karlahatarafélagið og VinstiGræna að bæta við stefnuskrá sína!!!
Kær kveðja, Björn bóndi
Sigurbjörn Friðriksson, 6.4.2009 kl. 16:32
Ég tek undir með Árna Þór.
Jólasveinalögin eru allstaðar.
Í B(já)NA eru börn sumstaðar niður í 14 ára aldur dæmdi í fangelsi með fullorðnum og þar verða drengir þeir umsvifalaust að kynlífsleikföngum.
180 ára fangelsi er síðan annað sem B(já)N-um dettur jafnan í hug....
Til hvers í andsko..... að dæma fólk í meira en 65 ára fangelsi?
Mestu róglyndirssamfélög eiga til að gera eitthvað fáránlegt í dómsmálum.
Malasía - dauðadómur fyrir alt umfram 1 gramm af sterkum fíkniefnum.
Indland - útlimir höggnir af fólki fyrir smáþjófnaði
Ísland - smá skattsvikurum stungið í steininn en stórsvikarar ganga lausir....
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 16:35
Skemmtileg lesning...þrátt fyrir alvarleikann...ég tek því þannig að þetta sé til að minna okkur á að margir hafi það verra en við.
TARA, 6.4.2009 kl. 21:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.